English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Fjölskylda

Ég held að pabbi minn sé klámsjúkur.

Ég held að pabbi minn sé klámsjúkur.  Hann hangir á netinu að skoða berar stelpur og fer í einhverja dodo leiki... Og ég held meiri segja að hann haldi fram hjá mömmu minni!:):(:)  

Komdu sæl

Þetta er mjög leiðinlegt að heyra. Ef þessi hegðun föður þíns er að valda þér miklum áhyggjum (sem er mjög eðlilegt að hún geri) gæti verið gott fyrir þig að ræða þessi mál við einhvern sem þú treystir, t.d. eldri systkini, móður þína, fjölskylduvin eða önnur skyldmenni. Svo getur þú líka leitað til námsráðgjafans í skólanum. Ef þú vilt og treystir þér til þess gætir þú líka talað við pabba þinn um það sem þig grunar. Það er ekki gott að burðast um með eitthvað vont leyndarmál. Pabbi þinn ber líka ábyrgð á því að þér líði vel og  það þarf kannski að benda honum á að hann er ekki beint að stuðla að því með hegðun sinni.

Ef samband foreldra þinna er ekki nógu gott er mikilvægt að þú blandir þér ekki í málin. Þeir fullorðnu verða að leysa málin sín á milli og vissulega ber þeim að hafa velferð barns / barna sinna í fyrirrúmi hvað sem gengur á.  Þú átt rétt á því að tjá þig og segja hvað þér finnst um öll mál sem snerta þig en þú átt ekki að þurfa að taka afstöðu með eða á móti foreldri þínu. Þú getur ekki borið ábyrgð á hamingju þeirra, þeir eru fullorðið fólk og geta séð um sig sjálfir. Hugsaðu um sjálfa þig. Það er engum holt að burðast með þungar áhyggjur.

Þú veist vonandi að þú getur alltaf hringt í Hjálparsíma rauða krossins 1717 og talað við fólkið þar í trúnaði þegar þér líður illa.  Svo er líka vert að benda þér á tótalráðgjöfina í Hinu húsinu, www.totalradgjof.is.

Kær kveðja frá umboðsmanni  barna

Flokkur: Fjölskylda