English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Heilsa og líðan

Samkynhneigð??

Hææ ég er bara að velta fyrir mér er maður samkynheigður ef að manni fynnst flott á konum af hafa brjóst??="/ "

Komdu sæl

Nei nei, stelpur og konur eru ekkert endilega samkynhneigðar þó þeim finnist brjóst falleg.  Alls ekki.

Hér er smá tilvitnum úr góðum kafla um samkynhneigð sem er í bókinni Hvað er málið? eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigríði Birnu Valsdóttur (Bls. 113):

Hvernig veit ég ef ég er hommi eða lesbía?
Að langa að kyssa eða vera með manneskju af sama kyni merkir ekki endilega að þú sért samkynhneigð(ur) (en getur þó gert það). Á unglingsárum geta tilfinningar til vina verið mjög sterkar og ruglingslegar. Einnig er eðlilegt að velta fyrir sér kynhneigð sinni og spurningum eins og hvað þér finnst kynþokkafullt og hvað kemur þér til.  

Bókina Hvað er málið? getur þú fengið hana á bókasöfnum og í bókabúðum.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna