English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára stelpa | Ýmislegt

Má fullorðið fólk skamma mann ef maður gerir eitthvað óvart?

Má fullorðið fólk skamma mann ef maður gerir eitthvað óvart?

Komdu sæl

Foreldrar eiga að ala börnin sín upp og nota til þess réttlátar aðferðir.  Aðrir fullorðnir eins og t.d. kennarar og starfsfólk skólans eiga að hjálpa til við að ala börnin upp og það eiga þeir að gera með virðingu og réttlæti. Stundum þarf að segja krökkum til sem hafa gert eitthvað af sér og vilja ekki hlýða. Það er gert til þess að börn geri sér grein fyrir mistökum sínum og læri af þeim. En það á að koma fram við börn af virðingu og það á að vera óþarfi að hækka róminn þegar börnum er sagt til. 

Ef þú hefur gert eitthvað af þér alveg óvart, og sá fullorðni veit það, finnst umboðsmanni ekki rétt að þú sért skömmuð. En enginn er fullkominn og þó að fullorðna fólkið eigi að vera góðar fyrirmyndir gerir það nú líka mistök. Ef þér líður illa út af þessu og þér finnst að þú hafir ekki notið réttlátrar meðferðar er best að láta vita af því. Best er að byrja á því að ræða við þann sem skammaði þig. Þú getur líka talað við einhvern annan sem þú treystir, t.d. vini, systkini, kennara, foreldra, ömmu eða afa.

Góðar kveðjur frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt