14. desember 2006

Samræming greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ummönnunargreiðslna

Á Alþingi hefur verið samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldrarorlof.

Á Alþingi hefur verið samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldrarorlof.  Lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Frumvarpið tryggir samræmingu greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði annars vegar og umönnunargreiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð hins vegar.  Fram til þessa hafa greiðslur í fæðingarorlofi og réttur til umönnunargreiðslna ekki farið saman, þ.e. foreldrar sem átt hafa rétt til greiðslna í fæðingarorlofi hafa ekki á sama tíma átt rétt til umönnunargreiðslna.  Úr þessu er bætt með nýjum lögum.

Sjá nánar fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins 14.12.2006.
Sjá lög um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum, samþykkt á Alþingi 8. desember 2006.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica