16. nóvember 2006

Opið málþing um nýju grunnskólalögin

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun grunnskólalaga stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00. 

Í tengslum við yfirstandandi endurskoðun grunnskólalaga stendur menntamálaráðuneytið fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember kl. 9:30-13:00. 

Þingið er liður í víðtæku samráði um nýju lögin til að ná sem bestri samstöðu um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og leiðarljós nýrra grunnskólalaga.  Það er einkum ætlað fulltrúum frá sveitarfélögum, skólastjórum, kennurum, foreldrum og ýmsum hagsmunaaðilum sem koma að málefnum grunnskólans, sem og öðru áhugafólki.  Á málþinginu verður staðan í endurskoðun grunnskólalaga kynnt.  Síðan verður fjallað um nokkur helstu álitamálin í tengslum við endurskoðun grunnskólalaga.

Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu.  Skráning á www.congress.is.

Nánari upplýsingar um málþingið og dagskrá þess er að finna í frétt, dags. 14.11.06, á vef menntamálaráðuneytisins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica