Fréttir: 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

6. desember 2011 : Ábyrgð og aðgerðir - Málþing um rannsókn á einelti

RANNSÓKNASTOFNUN ÁRMANNS SNÆVARR UM FJÖLSKYLDUMÁLEFNI í samstarfi við Félagsráðgjafardeild, Lagadeild og Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands býður til málþingsins ÁBYRGÐ OG AÐGERÐIR miðvikudaginn 7. desember nk. kl. 15–17 í stofu 132 í Öskju. Á málþinginu verða kynntar helstu niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barn.

30. nóvember 2011 : Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012. Niðurskurður hjá Barnaverndarstofu.

Vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlagi ríkisins til Barnaverndarstofu í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 kom umboðsmaður barna athugasemdum á framfæri við fjárlaganefnd.

29. nóvember 2011 : Frumvarp til laga um grunnskóla (tímabundna skerðingu kennslutíma), 156. mál

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um grunnskóla (tímabundna skerðingu kennslutíma), 156. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 29. nóvember 2011.

28. nóvember 2011 : Frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál.

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 28. október 2011.

24. nóvember 2011 : Frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa), 107. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með bréfi dags. 24. nóvember 2011.

 

21. nóvember 2011 : Tillaga til þingsályktunar um hitaeingamerkingar á skyndibita, 24. mál.

Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um hitaeingamerkingar á skyndibita, 24. mál. Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda sendu sameiginlega umsögn með bréfi dags. 21. nóvember 2011.

21. nóvember 2011 : Tillaga til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargat, 22. mál.

Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargat, 22. mál. Sameiginlega umsögn sína veittu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda bréfi dags. 21. nóvember 2011.

21. nóvember 2011 : Þarf að auka neytendavernd barna?

Óskað er eftir athugasemdum frá neytendum - ekki síst foreldrum barna - samtökum og öðrum hagsmunaaðilum í tilefni af endurskoðun leiðbeinandi reglna um neytendavernd barna.

21. nóvember 2011 : Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum - Málstofa RBF

Í dag kl. 15 - 16 mun Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, halda erindið Skilnaðarferli foreldra - börn og sátt í fjölskyldum í málstofu RBF.

Síða 2 af 16

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica