Fréttir: 2006

Fyrirsagnalisti

22. desember 2006 : Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk embættisins senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

19. desember 2006 : Frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál.

Þegar frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, lögum um prentrétt, nr. 57/1956 og samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum, 58. mál. var til meðferðar hjá menntamálanefnd Alþingis sendi umboðsmaður barna nefndinni bréf til að koma athugasemdum sínum á framfæri.

14. desember 2006 : Sáttmáli um réttindi fatlaðra

í gær samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna nýjan alþjóðasamning um réttindi fatlaðs fólks.  Þessi mannréttindasáttmáli markar tímamót í réttindabaráttu þeirra 650 milljóna manna sem búa við fötlun í heiminum.

14. desember 2006 : Samræming greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði og ummönnunargreiðslna

Á Alþingi hefur verið samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldrarorlof.

13. desember 2006 : Lög um ættleiðingarstyrki

Á Alþingi hefur verið samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra um ættleiðingarstyrki.

11. desember 2006 : Gagnlegur fundur

Fundur allra starfsmanna embætta umboðsmanna barna á Norðurlöndum sem haldinn var í síðustu viku heppnaðist í alla staði vel.

4. desember 2006 : Fundur umboðsmanna barna í Oslo

Í vikunni mun starfsfólk skrifstofu umboðsmanns barna sækja sameiginlegan fund starfsmanna hinna norrænu embætta umboðsmanna barna í Osló, Noregi.

21. nóvember 2006 : Haustráðstefna MHB 2006 - fyrirlestrar

Nú hafa verið birtar glærur fyrirlesaranna á haustráðstefnu Miðstöðvar heilsuverndar barna 2006. 

17. nóvember 2006 : Umsögn um breyting á alm. hgl. (kynferðisbrot)

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (kynferðisbrot), 20. mál.
Síða 1 af 9

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica